Tveir hrafnar, listhús – Baldursgötu 12. Sýningin: Heimir Björgúlfsson – Aldrei aftur eða er of seint að skipta um skoðun?

Kristinn Magnúsosn

Tveir hrafnar, listhús – Baldursgötu 12. Sýningin: Heimir Björgúlfsson – Aldrei aftur eða er of seint að skipta um skoðun?

Kaupa Í körfu

Manninum hefur löngum verið tamt að líta á heiminn út frá eigin sjónarhorni, hugmyndum og menningu þar sem maðurinn er upphafinn á kostnað annarra lífvera á jörðinni og hið mannlega er álitið æðra hinu dýrslega. Í verkum margra myndlistarmanna samtímans má greina aukinn áhuga á samspili og víxlverkun manna og dýra í nútíma(borgar) samfélagi. Skilin milli náttúru, menningar og umhverfis eru ekki eins skörp og áður sem hefur leitt til þess að ekki er eingöngu litið á náttúru og menningu sem andstæða póla sem grundvallast á sýn mannsins á heiminn heldur sem opið kerfi hugmynda sem lýtur bæði að manninum og náttúrunni og því umhverfi sem maðurinn hefur búið sér í náttúrunni. Einn þessara listamanna er Heimir Björgúlfsson sem nú sýnir nýleg málverk og klippimyndir í Tveimur hröfnum, listhúsi við Baldursgötu. Sýningin, sem nefnist Aldrei aftur eða er of seint að skipta um skoðun? er fyrsta einkasýning Heimis á Íslandi í fjögur ár en árið 2014 hélt hann tvær eftirminnilegar sýningar í Týsgalleríi og Kunstschlager sem bæði hafa horfið úr flóru gallería í borginni.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar