Húið sett neðan á flugvél

Húið sett neðan á flugvél

Kaupa Í körfu

Húið sett neðan á flugvél Einstök stemning myndaðist þegar leikir Íslands á EM fyrir tveimur árum voru sýndir á Ingólfstorgi og á Arnarhóli. Nú þegar rúm vika er í fyrsta leik Íslands á HM í Rússlandi er spennan farin að magnast. Leikir liðsins verða víða sýndir á stórum skjáum þar sem fólk getur safnast saman. „Ég held að þetta verði geggjað, frábær fjölskyldustemning,“ segir Pétur Marteinsson, einn eigenda Kaffihúss Vesturbæjar. Nokkur fyrirtæki í Vesturbænum hafa tekið sig saman og ætla að sýna leiki Íslands á stórum skjá á túninu við Vesturbæjarlaugina. Auk Kaffihúss Vesturbæjar er um að ræða Melabúðina, Brauð & co. og Hagavagninn. Hugmyndin er að veitingasala verði í tjöldum á svæðinu. Ákveðið hefur verið að kalla svæðið Melavöllinn.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar