Sólon og fjölskylda

Haraldur Jónasson/Hari

Sólon og fjölskylda

Kaupa Í körfu

viðtal við foreldra ungs drengs í Kópavogi sem lenti í skelfilegri árás hunds í næsta húsi. Foreldrarnir heita Hafrún Anna Sigurbjörnsdóttir og Óskar Veturliði Sigurðsson, Sólon Brimir „Stórt gapandi sár á milli augna og upp á næstum mitt enni. Virðist vanta húðflipa í. Tveggja cm sár á ofanverðri hægri kinn. Djúpir skurðir við gagnaugu beggja vegna. Bit á hægri framhandlegg. Bit í vinstri lófa. Sár niður með nefrót beggja vegna. Tveggja cm sár vinstra megin á enni. Er í uppnámi og endurtekur að hann sé of lítill til að deyja núna.“ Þetta er meðal þess sem kemur fram í færslum um Sólon Brimi, fimm ára gamlan dreng í Kópavogi, sem ritaðar voru í sjúkraskrá hans á bráðamóttöku Landspítalans síðdegis föstudaginn langa í ár, skömmu eftir að hann varð fyrir árás hunds nágranna síns. Sólon litli, sem reyndar er nú orðinn sex ára, hefur þegar farið í þrjár aðgerðir í andliti, með svæfingu, fyrir honum liggur að fara í a.m.k. jafnmargar til viðbótar og hann er enn að fást við ýmsar afleiðingar árásarinnar, ekki síst sálrænar. „Við erum einfaldlega óendanlega hamingjusöm yfir því að ekki fór verr,“ segja móðir hans og stjúpfaðir Hafrún Anna Sigurbjörnsdóttir og Óskar Veturliði Sigurðsson. Hjónin segjast hvorki vera reið né bitur út í neinn vegna árásarinnar og vilja segja sögu Sólons í von um að það fyrirbyggi svipuð atvik.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar