Golf í Rigningu - Korpuvöllur

Golf í Rigningu - Korpuvöllur

Kaupa Í körfu

Kylfingar hafa ekki farið varhluta af vætutíðinni í vor og sumar, einkum sunnanlands og vestan. Verulega hefur dregið úr aðsókn á golfvellina, frá því sem var síðasta sumar, og á sama tíma flykkjast kylfingar í golfferðir út fyrir landsteinana. Þeir talsmenn golfklúbbanna, sem Morgunblaðið ræddi við, bera sig engu að síður vel. Þrátt fyrir tíðarfarið sé aukinn áhugi á golfi og félagsmönnum fjölgi enn. Samkvæmt upplýsingum frá Golfsambandi Íslands hefur skráðum félagsmönnum, eldri en 16 ára, fjölgað um 1% frá síðasta ári. Skráðir iðkendur eru nú um 17.100 en GSÍ er annað stærsta sérsambandið á eftir KSÍ. En það er ekki bara vætutíðin sem hefur aftrað kylfingum að leika golf. HM í Rússlandi hefur haft sín áhrif, eða eins og Brynjar Eldon Geirsson, framkvæmdastjóri GSÍ, orðaði það svo skemmtilega. „Kylfingum hefur þótt betra að kúra í sófanum og horfa á HM en að fara út í golf í smá rigningu!“ Brynjar segir vætutíðina vissulega hafa áhrif á rekstur golfklúbbanna, hvort sem það séu vallargjöldin eða sala á veitingum. Aðsóknin hafi einnig minnkað meðan á EM í fótbolta stóð í Frakklandi sumarið 2016.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar