Guðrún Ingvarsdóttir framkvæmdasýsla

mbl/Arnþór Birkisson

Guðrún Ingvarsdóttir framkvæmdasýsla

Kaupa Í körfu

Ótal verkefni hafa lent á borði Guðrúnar Ingvarsdóttur eftir að hún settist í forstjórastólinn hjá FSR í febrúar. Meðal áhugaverðari verkefna stofnunarinnar um þessar mundir er samkeppni um skipulag stjórnarráðsreits og fullnaðarhönnun nýrrar skrifstofubyggingar Alþingis. Hverjar eru helstu áskoranirnar í rekstrinum þessi misserin? Á næstu misserum mun hópur lykilstarfsmanna hjá FSR ljúka störfum vegna aldurs og verður mikil áskorun að tryggja yfirfærslu á þeirri verðmætu þekkingu sem þau búa yfir. Ljóst er jafnframt að áherslur stjórnvalda í loftslagsmálum munu að óbreyttu hafa þónokkur áhrif á opinberar framkvæmdir og ákvarðanatöku þeim tengda. Þá er engin launung á því að sveiflukennt umhverfi íslensks byggingariðnaður skapar miklar áskoranir fyrir Framkvæmdasýsluna líkt og aðrar skipulagsheildir sem tengjast iðnaðinum. Opinberar framkvæmdir taka langan tíma í undirbúningi og staða hagkerfisins getur tekið miklum breytingum á meðan á þeirri vinnu stendur með tilheyrandi áskorunum í áætlunargerð og eftirfylgni

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar