Jafnréttisþing

Haraldur Jónasson / Hari

Jafnréttisþing

Kaupa Í körfu

Jafnréttisþing Garðarskóla Garðarskóli Landsmenn skiptast nokkurn veginn í tvær jafnstórar fylkingar varðandi afstöðu til þess hvort hætta eigi að kenna dönsku í grunnskólum landsins og taka upp kennslu á öðru tungumáli í staðinn. Þetta er niðurstaða könnunar MMR. 38% voru fylgjandi því að hætt yrði að kenna dönsku, 38% voru því mótfallin og 24% hvorki andvíg né fylgjandi slíkum breytingum. Nokkur munur var á afstöðu svarenda eftir kyni. Konur voru líklegri en karlar til að vera andvígar því að dönskukennslu yrði hætt og annað tungumál kennt í staðinn. Einnig var nokkur munur eftir aldri svarenda, en með hækkandi aldri var líklegra að vilja halda í óbreytt fyrirkomulag og það sama átti við um fólk í hærri tekjuhópum. Ekki var munur eftir búsetu fólks. Menntaðir vilja ekki breytingar Þá var talsverður munur á svörum fólks eftir menntun, en háskólamenntaðir vilja frekar halda í dönskukennsluna en tæp 52% háskólamenntaðra sögðust frekar eða mjög andvíg hugmyndum um breytingar á kennslu samanborið við tæp 23% þeirra sem voru eingöngu með grunnskólapróf. Þeir sem kjósa Vinstri-græn og Framsóknarflokkinn eru líklegastir til að vilja að danska verði kennd áfram. Stuðningsfólk Viðreisnar, Miðflokksins og Pírata voru aftur á móti líklegastir til að vilja að annað tungumál yrði kennt í grunnskólum í staðinn fyrir dönsku.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar