Vonarstræti malbikað

Haraldur Jónasson/Hari

Vonarstræti malbikað

Kaupa Í körfu

Viðgerðir á malbiki í Vonarstræti Þunglega hefur gengið að malbika stofnæðar á og í kringum höfuðborgarsvæðið það sem af er sumri vegna vætutíðar. Framkvæmdastjóri annars af stærstu malbikunarfyrirtækjum á höfuðborgarsvæðinu segir þetta verstu byrjun á sumri sem hann hafi séð. Dæmi um stóra framkvæmd sem hefur beðið er Ártúnsbrekkan en hún var fræst fyrir nokkrum vikum og beðið er eftir nokkrum góðviðrisdögum í röð til að hægt sé að malbika þá fjölförnu leið. „Við bíðum eftir tveimur til þremur sólarhringum með glampandi sól og þurrki. Svona verk þarf svoleiðis veður,“ segir Sigþór Sigurðsson, framkvæmdastjóri Hlaðbæjar Colas. Hann bætir því við að starfsmenn fyrirtækisins vinni á vöktum allan sólarhringinn og hafi unnið við alls konar búta í sumar til að nýta alla þurra klukkutíma. Stóru verkefnin sitji hins vegar á hakanum og ekkert útlit fyrir að þau verði malbikuð á næstunni. johann@mbl.is

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar