Valgerður Halldórsdóttir

Valgerður Halldórsdóttir

Kaupa Í körfu

„Stjúpfjölskyldur eru ekki minnihlutahópur að stærð en virðast hafa minnihlutastöðu í samfélaginu. Við fögnum margbreytileikanum og erum meðvituð um réttindi alls kyns hópa en þegar kemur að stjúpfjölskyldum vill það gerast að þær verði ósýnilegar í kerfinu.“ Þetta segir Valgerður Halldórsdóttir, höfundur bókarinnar Hver er í fjölskyldunni? – Skilnaðir og stjúptengsl. Valgerður er félags- og fjölskylduráðgjafi, heldur úti vefsíðunni www.stjuptengsl.is og er formaður félags stjúpfjölskyldna. Hver er í fjölskyldunni? kom fyrst út árið 2012 en bókin var nýlega endurútgefin. Að sögn Valgerðar er það ánægjuefni að bókin hafi selst svo vel að kalli á endurútgáfu, en ein ástæða fyrir áhuganum á verkinu er að Hver er í fjölskyldunni? er notuð sem kennslubók í háskólanámskeiðum. „Fagstéttir eru blessunarlega farnar að gefa hlutskipti stjúpfjölskyldna gætur en fólk sem er sjálft í stjúpfjölskyldum er líka þakklátt fyrir að hafa rit sem getur leiðbeint þeim í gegnum þau vandamál sem algengt er að þannig fjölskyldur reki sig á.“

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar