Ljósmæður leggja skó Stjórnarráðið

mbl/Arnþór Birkisson

Ljósmæður leggja skó Stjórnarráðið

Kaupa Í körfu

Ljósmæður leggja skó Stjórnarráðið Í gær tóku gildi uppsagnir tólf ljósmæðra, þriggja á fæðingarvakt og níu á meðgöngu- og sængurlegudeild Landspítala. Uppsagnirnar eru afleiðing um tíu mánaða kjaradeilu Ljósmæðrafélags Íslands og ríkisins. Morgunblaðið ræddi við sex þessara tólf ljósmæðra, en allar segja þær það hafa verið afar erfitt að kveðja starfið. Þá hafi þær vonast til að samkomulag myndi nást áður en uppsagnirnar tækju gildi. Spurðar hvort þær sjái eftir því að hafa sagt upp starfi sínu svara þær allar neitandi. Með uppsögnunum vonast þær til þess að málið komist á hreyfingu. „Við viljum að ráðamenn fari að beita sér í málinu. Bjarni Benediktsson (fjármálaráðherra) heldur um veskið en ég skelli samt mestri skuld á forsætisráðherrann, Katrínu Jakobsdóttur, sem hefur valdið. Hún hefur ekki staðið sig,“ segir María Rebekka Þórisdóttir, ein ljósmæðranna sem létu af störfum í gær. Í gær héldu ljósmæðurnar að tröppum stjórnarráðshússins og skildu þar eftir skó sína. Með því vildu þær vekja athygli á bágri launastöðu stéttarinnar

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar