Ljósmæður viðtal Te og Kaffi

mbl/Arnþór Birkisson

Ljósmæður viðtal Te og Kaffi

Kaupa Í körfu

Uppsagnir tólf ljósmæðra, þriggja á fæðingarvakt og níu á meðgöngu- og sængurlegudeild Landspítala, tóku gildi í gær. Allar sögðu þær upp störfum vegna kjaradeilu Ljósmæðrafélags Íslands og ríkisins. Auk þess var yfirvinnubann ljósmæðra samþykkt með um 90% atkvæða í gær, en bannið tekur gildi um miðjan mánuðinn. Blaðamaður Morgunblaðsins settist niður með sex af þessum tólf ljósmæðrum og ræddi við þær um stöðuna sem upp er komin. Allar kveðja þær starfið með miklum trega og eru sammála um að þær hafi vonast til að sátt myndi nást í deilunni áður en uppsagnirnar tóku gildi. Aðspurðar segjast þær þó sáttar við ákvörðunina enda hafi þeim í raun verið settir afarkostir. „Tilfinningin er auðvitað ekki góð og maður finnur mikið til með þeim sem eftir eru. Áður en við hættum vantaði í fjögur stöðugildi á okkar deild og sífellt verið að óska eftir því að við tækjum að okkur aukavaktir. Staðan er því ekki auðveld fyrir þær sem eftir eru. Við höfum hins vegar setið eftir í launamálum og þrátt fyrir að við elskum starfið okkar verðum við að geta borgað reikningana eins og aðrir,“ segir Ragna Þóra Samúelsdóttir, sem starfaði sem ljósmóðir á meðgönguog sængurlegudeild, en Guðrún Pálsdóttir, Ella Björg Rögnvaldsdóttir og Signý Scheving Þórarinsdóttir, fyrrverandi samstarfsmenn hennar á deildinni, taka í svipaðan streng

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar