Landsmót hestamanna Víðidal

mbl/Arnþór Birkisson

Landsmót hestamanna Víðidal

Kaupa Í körfu

Landsmót hestamanna hófst í blíðskaparveðri á svæði hestamannafélagsins Fáks í Víðidal í gær. Er þetta í þriðja sinn sem mótið er haldið í Reykjavík en áður hafa þar verið haldin mót árin 2000 og 2012. Mótshaldarar áætla að allt að tíu þúsund manns verði á mótinu þegar mest verður og töldu að um þrjú þúsund manns hefðu verið á svæðinu í Víðidal í gær. Höfðu viðstaddir orð á því að það mætti teljast mikil mildi að ekki væri rigning og því margir sem nutu útiverunnar í brekkunni við völlinn. Mótið hófst á sérstakri forkeppni í barnaflokki og tók svo við keppni í unglingaflokki sem stóð yfir fram eftir degi. Milliriðlar í barnaog unglingaflokki fara fram á þriðjudag og miðvikudag. Þá var boðið upp á skemmtidagskrá fyrir unga sem aldna en frítt var inn á svæðið fyrir almenning. Síðdegis mætti Guðni Th. Jóhannesson forseti og hélt stutta tölu þar sem hann lýsti yfir ánægju sinni með áhuga ungu kynslóðarinnar á hestum og hestaíþróttinni. Þá veitti hann þátttakendum í barnaflokki svokallaðar knapagjafir fyrir þátttöku sína á mótinu. Deginum lauk með barnaballi í reiðhöllinni (nú Mathöllinni) þar sem JóiPé og Króli ásamt Magna tróðu upp. Fjölbreytt fræðslu- og skemmtidagskrá verður á mótinu nú í vikunni. Í dag hefst keppni í B-flokki fyrir hádegi og ungmennaflokki (18- 21 árs) síðdegis.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar