Norðurlandaráðsþing

Norðurlandaráðsþing

Kaupa Í körfu

Framtíðarskipan norræns samstarfs til umræðu á þingi Norðurlandaráðs í dag Tillaga um aðild Eystrasaltslanda rædd í dag Þing Norðurlandaráðs er nú haldið í níunda sinn í Reykjavík. Auk umræðu um framtíð norræns samstarfs kemur siðfræði í líftækni til umræðu og samstarfsáætlun um heilbrigðismál. FIMMTUGASTA og annað þing Norðurlandaráðs var sett í Reykjavík síðdegis í gær og stendur það fram eftir morgundeginum. Finnar taka við formennsku í byrjun næsta árs og sagði Paavo Lipponen, forsætisráðherra Finnlands, að meðal lykilatriða sem Finnar myndu beita sér fyrir á næsta ári væru Norðurlöndin og Evrópusambandið, líf almennings, aðgerðir varðandi norræna vídd í ESB og grannsvæðasamstarfið. MYNDATEXTI: Sigríður Anna Þórðardóttir, forseti Norðurlandaráðs, setti þingið í gær.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar