Hlíf og Sören
Kaupa Í körfu
Hlíf Sigurjónsdóttir fiğluleikari og Sören gítarleikara. Sigurjónssafn Laugarnestanga Síðustu tónleikar sumarsins í Sigurjónssafni verða haldnir í kvöld, 14. ágúst, kl. 20.30. Þar koma fram Søren Bødker Madsen gítarleikari og Hlíf Sigurjónsdóttir fiðluleikari, sem er dóttir Sigurjóns Ólafssonar og hefur komið að tónleikaröðinni frá upphafi, eða frá árinu 1989. Dagskráin í kvöld ber yfirskriftina „Dægurlög og afþreying síns tíma“ og hefur Madsen útsett flest verkin fyrir fiðlu og gítar. Hvað er klassík? Tónlistarfólkið ætlar að flytja verk eftir þrjá fiðluvirtúósa; sónötur eftir Niccolo Paganini, nokkur þekktustu verk Fritz Kreislers og Pablos de Sarasate, en einnig Rondo capriccioso eftir Camille Saint-Saëns og gavottu úr einni af partítum Bachs fyrir einleiksfiðlu, með undirleik eftir Robert Schumann. „Þetta eru dægurlög og afþreying í Evrópu frá 18. öld og fram á þá 20. Þetta er klassískur gítarleikur og klassískur fiðluleikur, og þá vaknar spurningin: hvað er klassík?“ spyr Hlíf. „Er þetta klassík bara af því að tónlistin er nógu gömul? Þessi músík varð til í dagsins önn og til þess að spila strax, og hefur síðan reynst nógu góð til þess að lifa af tímana.“
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir