Hlíf og Sören

Haraldur Jónasson/Hari

Hlíf og Sören

Kaupa Í körfu

Hlíf Sigurjónsdóttir fiğluleikari og Sören gítarleikara. Sigurjónssafn Laugarnestanga Síðustu tónleikar sumarsins í Sigurjónssafni verða haldnir í kvöld, 14. ágúst, kl. 20.30. Þar koma fram Søren Bødker Madsen gítarleikari og Hlíf Sigurjónsdóttir fiðluleikari, sem er dóttir Sigurjóns Ólafssonar og hefur komið að tónleikaröðinni frá upphafi, eða frá árinu 1989. Dagskráin í kvöld ber yfirskriftina „Dægurlög og afþreying síns tíma“ og hefur Madsen útsett flest verkin fyrir fiðlu og gítar. Hvað er klassík? Tónlistarfólkið ætlar að flytja verk eftir þrjá fiðluvirtúósa; sónötur eftir Niccolo Paganini, nokkur þekktustu verk Fritz Kreislers og Pablos de Sarasate, en einnig Rondo capriccioso eftir Camille Saint-Saëns og gavottu úr einni af partítum Bachs fyrir einleiksfiðlu, með undirleik eftir Robert Schumann. „Þetta eru dægurlög og afþreying í Evrópu frá 18. öld og fram á þá 20. Þetta er klassískur gítarleikur og klassískur fiðluleikur, og þá vaknar spurningin: hvað er klassík?“ spyr Hlíf. „Er þetta klassík bara af því að tónlistin er nógu gömul? Þessi músík varð til í dagsins önn og til þess að spila strax, og hefur síðan reynst nógu góð til þess að lifa af tímana.“

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar