Skíðaskálinn í Hveradölum

Skíðaskálinn í Hveradölum

Kaupa Í körfu

Elliði Vignisson, sem er nýbyrjaður í starfi sveitarstjóra Ölfuss, segir sveitarfélagið vera afar ósátt við þá töf sem orðið hefur á afgreiðslu Skipulagsstofnunar á tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir Hveradalasvæðið. Áformað er að byggja upp baðlón og hótel í Stóradal, inn af Skíðaskálanum. „Við erum náttúrlega afar ósátt við þá töf sem orðin er á þessu máli sem setið hefur strand hjá Skipulagsstofnun,“ sagði Elliði í samtali við Morgunblaðið í gær. Hann segir að sjálfsagt séu einhverjar málefnalegar skýringar á þeim drætti sem orðið hefur á afgreiðslu málsins, en nú þurfi að setja strik í sandinn og ljúka þessum hluta undirbúningsins.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar