Hítardalur skriða
Kaupa Í körfu
Maður passar sig bara að vera ekki á svæðinu og annað er svo sem ekki hægt að gera, held ég. Þetta er bara náttúran,“ segir Finnbogi Leifsson, bóndi í Hítardal, um sprunguna hefur myndast við skriðusárið í Fagraskógarfjalli í Hítardal. Sprungan uppgötvaðist um síðustu helgi þegar starfsmenn Landhelgisgæslunnar voru við æfingar í dalnum. Sprungan er skammt frá brotsári framhlaupsins sem féll 7. júlí síðastliðinn. Skriðan fór yfir Hítará og stíflaði hana með þeim afleiðingum að lón myndaðist fyrir ofan skriðutunguna. Spildan sem skriðan afmarkar mun að öllum líkindum falla ofan á framhlaupsurðina sem myndaðist þegar skriðan féll en spildan er á bilinu 50-150 þúsund rúmmetrar að sögn Veðurstofunnar. „Óvissan er alltaf óþægileg, í hverju sem er náttúrulega. Og þetta er sérstaklega vont fyrir þá bændur sem nota þetta beitiland hér fyrir vestan. Þeir hafa jafnan rekið féð beint niður úr fjallinu en geta það væntanlega ekki núna,“ segir Finnbogi og bendir á að þeir taki einfaldlega ekki þá áhættu að reka féð niður í grennd við skriðusárið ef spildan skyldi hrynja. Þurfi þeir því að fara aðra leið en áður við smölun í haust. Þegar blaðamaður og ljósmyndari nálguðust skriðusárið við lónið sem skriðan myndaði, leið ekki á löngu þar til drunur tóku að heyrast og allmikill reykur steig upp úr fjallinu. Náttúruöflin eru áþreifanleg í Hítardal og setur skriðusárið mark sitt á dalinn. Algengt er að hreyfingar eða hrun eigi sér stað í sárum þar sem framhlaup hafa orðið en Veðurstofan hefur varað við ferðum fólks í næsta nágrenni við skriðuna.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir