Arna Kristín Einarsdóttir og Árni Heimir Ingólfsson

Arna Kristín Einarsdóttir og Árni Heimir Ingólfsson

Kaupa Í körfu

Arna Kristín Einarsdóttir og Árni Heimir Ingólfsson „Ég er mjög stolt af komandi starfsári og hlakka til, enda margt spennandi fram undan. Við erum með óvenjumargar stjörnur í hópi einleikara og einsöngvara og bjóðum upp á fjölbreytta dagskrá. Hápunktur starfsársins verður síðan þriggja vikna tónleikaferð hljómsveitarinnar til Japans í nóvember. Það er því af nógu að taka,“ segir Arna Kristín Einarsdóttir, framkvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands (SÍ). „Eitt af því sem markar sérstöðu okkar á alþjóðavísu er hvað efnisskráin okkar er ótrúlega fjölbreytt. Sinfóníuhljómsveit Íslands er þjóðarhljómsveit og við viljum að allir geti fundið eitthvað við sitt hæfi, allt frá þungarokki til barokks með viðkomu í samtímatónlist og allt þar á milli. Okkar markmið er að ná til sem flestra og jafnframt gera allt í hæstu gæðum,“ segir Arna Kristín. Að vanda er árið samsett af föstum áskriftarvikum og árlegum liðum utan áskriftar á borð við Myrka músíkdaga og bíótónleika. „Að vissu leyti verður starfsárið hverju sinni til með lífrænum hætti. Við eigum í samtali við Yan Pascal Tortelier, aðalhljómsveitarstjóra okkar, sem hefur ákveðnar áherslur í sínu verkefnavali, Osmo Vänskä og Vladimir Ashkenazy hafa sínar óskir og síðan þurfum við að raða dagskránni að öðru leyti saman þannig að árið myndi góða heild og endurspegli breidd í verkefnavali. Við þurfum síðan að finna til réttu sérfræðingana til að taka að sér öll þessi mjög svo ólíku verkefni,“ segir Árni Heimir Ingólfsson, tónlistarfræðingur og listrænn ráðgjafi SÍ.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar