Kirkjuklukka landakotskirkju tekin niður

Kirkjuklukka landakotskirkju tekin niður

Kaupa Í körfu

„Þessi klukka átti að vera í turninum. Hún kom til landsins árið 1927 ásamt tveimur öðrum og voru þær vígðar af séra Marteini Meulenberg,“ segir séra Jakob Rolland, kanslari kaþólsku kirkjunnar á Íslandi, í samtali við Morgunblaðið um klukkuna sem er nú á túninu fyrir framan Landakotskirkju. Kirkjuklukkan var aldrei sett upp vegna þess að hún var gölluð. „Sagan er þannig að kvöldið áður en Meulenberg vígði klukkurnar þrjár þá bauð hann prestum sínum að koma og kíkja nánar á klukkurnar. Meulenberg vildi láta þá heyra hljóminn og sló klukkuna með hamri og við það kom sprunga í hana,“ segir séra Jakob. Klukkan hefur staðið lengi á bak við kirkjuna en hefur nú verið færð á nýjan stað. „Mér heyrist hjá biskupi að klukkan eigi að vera til frambúðar á þessum stað og hvetja söfnuðinn og Íslendinga til verndar lífsins. Hægt verður að slá á klukkuna og heyra hljóm hennar og í hvert sinn sem er slegið er minnt á vernd lífsins,“ segir séra Jakob um kirkjuklukkuna gömlu.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar