Ásgeir Guðmundsson

Haraldur Jónasson/Hari

Ásgeir Guðmundsson

Kaupa Í körfu

Ásgeir Guðmundsson starfsmaður Bryggjan brugghúss og einn forvígismanna Samtök Íslenskra Handverksbrugghúsa „Veðurspáin lítur ágætlega út og þarna verður mikil stemning,“ segir Ásgeir Guðmundsson, einn skipuleggjenda mikillar bjórhátíðar sem haldin verður á bryggjunni við Vesturbugt á Menningarnótt. Það eru hin nýstofnuðu Samtök íslenskra handverksbrugghúsa sem halda hátíðina í samstarfi við Bryggjuna brugghús. Alls taka ellefu brugghús þátt í hátíðinni og kynna sig og vörur sínar gestum og gangandi. Frítt er inn á hátíðina svo að allir geta gengið þarna um og kynnt sér brugghúsin og spjallað við sérfræðinga þeirra. Þá getur fólk keypt bjór af hverju brugghúsi fyrir sig. Einnig er boðið upp á takmarkað magn af klippikortum sem færa handhöfum frítt smakk frá öllum brugghúsunum auk sérmerkts glass. Þau brugghús sem taka þátt eru Bastard Brew and Food, Beljandi, Bryggjan brugghús, Kaldi, Dokkan, Eimverk, Gæðingur, Malbygg, RVK Brewing Co., The Brothers Brewery og Ægir brugghús. „Mörg þessara brugghúsa eru þannig staðsett að þau komast jafnan ekki í tæri við alvöru traffík eins og skapast á Menningarnótt. Þetta verður því mjög skemmtilegt. Hér á bryggjunni er mikið pláss og um að gera að láta sjá sig,“ segir Ásgeir. Bjórar frá umræddum brugghúsum verða einnig í boði á Bryggjunni brugghúsi frá föstudegi til sunnudags.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar