Grensásdeild
Kaupa Í körfu
Samkvæmt spám Samgöngustofu stefnir í að hátt í tuttugu manns muni slasast alvarlega eða látast í slysum vegna fíkniefnaaksturs á þessu ári. Á undanförnum vikum hefur Morgunblaðið fjallað um aukinn akstur undir áhrifum fíkniefna og í gær kom fram að lögreglan á Norðurlandi eystra hefði á þessu ári tekið fleiri fyrir fíkniefnaakstur en allt síðasta ár. Í viðtali við Pál Ingvarsson, taugalækni og sérfræðing á endurhæfingardeild Landspítala á Grensási, kom fram að algengir áverkar eftir alvarleg bílslys væru fjöláverkar, heila- og mænuskaði. Tilfellum vegna fíkniefna- og ölvunaraksturs á Grensásdeild færi síst fækkandi. Þó er vert að nefna að aðeins hluti sjúklinga á Grensásdeild er fórnarlömb bílslysa. Sigríður Guðmundsdóttir deildarstjóri og Ída Braga Ómarsdóttir, yfirsjúkraþjálfari á Grensásdeild, tóku á móti blaðamanni og ljósmyndara á deildinni í vikunni. Þær segja að afleiðingar bílslysa geti verið margvíslegar og eru þær meðal flóknari viðfangsefna starfsfólksins á Grensásdeild. Auk líkamlegra áskorana þurfa sjúklingar á deildinni að takast á við andlegar þrekraunir. „Það er gífurleg vinna að styðja fólk í því að sætta sig við orðinn hlut. Það er meira en segja það að lamast, til dæmis, ekki síst sem ungur einstaklingur,“ segir Sigríður. Aðspurð segir hún að heilaskaði leiði af sér mismikinn skaða fyrir sjúklingana. „Erfiðustu heilaskaðarnir eru alltaf eftir slys. Síðan er hægt að fá heilaskaða eftir heilablæðingu eða æðagúlp í heila, en það er ekki eins algengt hjá ungu fólki. Þar eru slysin algengust,“ segir hún, en afleiðingarnar geta verið margvíslegar, allt frá því að einstaklingurinn eigi erfitt með skipulag til þess að mjög miklar breytingar verði á persónuleika hans. Mænuskaði getur leitt til lömunar að öllu leyti eða hluta. „Það er ekki til lækning ef mænan fer í sundur. Ef það er hlutskaði á mænu þurfa einstaklingarnir að vinna með það sem þeir hafa og læra að nýta það. Það er mikil færniþjálfun og fólk þarf að læra að verða sjálfbjarga í hjólastól. Þá eru allar athafnir daglegs lífs þjálfaðar í stólnum; fara á klósett, inn í bíl, elda, skúra o.s.frv.“ segir Ída
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir