Ólafi H Wallevik

Ólafi H Wallevik

Kaupa Í körfu

Hátt í 300 manns mættu á málstofu um myglu sem Rannsóknarstofa byggingariðnaðarins (RB) við Nýsköpunarmiðstöð Íslands hélt í gær. Yfirskrift fundarins var: Rakaskemmdir og mygla. Íslenski útveggurinn og reynsla Svía. Ólafur H. Wallevik, prófessor og forstöðumaður RB við Nýsköpunarmiðstöð Íslands, segir að kynntar hafi verið nýjar aðferðir við að herma útveggi í tölvulíkani til að meta raka- og mygluáhættu. „Íslenski útveggurinn fór í slíka hermun og var niðurstaðan sú að hann er mikill skaðvaldur þegar kemur að raka og myglu í íslenskum húsum. Gæði málningar og vatnsfælni skiptir líka mjög miklu til að fyrirbyggja rakamyndum. Við erum langt á eftir hinum Norðurlandaþjóðunum þegar kemur að rannsóknum á orsökum myglu,“ segir Ólafur og bætir við að 20% Svía glími við heilufarsvandamál tengd raka og myglu. „Hin Norðurlandaríkin hafa barist við myglu og raka jafnt og þétt og lagt í mikla rannsóknarvinnu til þess að bæta byggingarmáta og reglugerð í kringum húsbyggingar. Lengi vel var þetta ekki sama vandamálið hjá okkur. Við bjuggum í stærra húsnæði og baðherbergið var eina votrýmið í húsinu en nú er eldhúsið einnig skilgreint þannig. Auk þess voru eldhús meira lokuð af en nú er. Fólk er sjaldnar heima að degi til og gluggar ekki nógu oft opnaðir eða þeir eru of þéttir,“ segir Ólafur.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar