Bílar færðir til vegna malbikunar í stakkahlíð

Bílar færðir til vegna malbikunar í stakkahlíð

Kaupa Í körfu

Eigandi bifreiðar sem lagt var við Stakkahlíð þarf að leysa hann út hjá Vöku eða öðru fyrirtæki sem tekur að sér að fjarlægja bíla sem eru fyrir. Gatan var malbikuð í gærmorgun. Daginn áður var sett upp skilti þar sem athygli íbúa var vakin á því og þeir beðnir að fjarlæga ökutæki sín úr götunni. Einn bíleigandi varð ekki við því af ókunnum ástæðum og því var kallaður til dráttarbíll svo að vinnan gæti haldið áfram. Mikið hefur verið malbikað í Reykjavík og öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu í sumar enda ekki vanþörf á. Margar götur voru orðnar illa farnar. Sama má segja um þjóðvegi landsins. Þar eru malbikunarflokkar á ferðinni. Óvenjulangir kaflar fá nýtt og betra slitlag.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar