Rússneska sendiráðið

ValgardurGislason

Rússneska sendiráðið

Kaupa Í körfu

Rússneska sendiráðið Ráðstefna með yfirskriftinni „Bræðralag skipalesta bandamanna“ (e. The Brotherhood of the Allied Convoys) var haldin hér á landi í síðustu viku um skipalestir sem fóru frá Íslandi og Skotlandi til Múrmansk og Arkangelsk í Rússlandi á tímum síðari heimsstyrjaldar. Samskonar ráðstefna var haldin fyrir átta árum. Þátttakendur voru fulltrúar safna og stofnana, m.a. frá Rússlandi, Skotlandi, Frakklandi, Bretlandi og Bandaríkjunum, sem sérhæfa sig í frásögn og varðveislu minningar skipalestanna. Einnig tóku þátt þátttakendur í skipalestunum og afkomendur þeirra. Á miðvikudag var haldin minningarathöfn í Fossvogskirkjugarði og Hernámssetrið á Hlöðum í Hvalfirði heimsótt þar sem er minnisvarði um látna sjómenn, ber hann nafnið Von um frið (e. Hope for Peace). Erindi voru haldin í rússneska sendiráðinu. Eftir ráðstefnuna voru stofnuð regnhlífarsamtök með sama heiti og yfirskrift ráðstefnunnar og í desember verður haldin ráðstefna í St. Pétursborg þar sem saga skipalestanna verður rædd frekar.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar