Bátur á Reykjavíkurtjörn - Sýnataka
Kaupa Í körfu
Líffræðingar hjá Náttúrufræðistofu Kópavogs hafa í vikunni tekið sýni í Reykjavíkurtjörn. Að sögn Haraldar Ingvasonar líffræðings er annars vegar verið að kortleggja gróðurinn í Tjörninni en hins vegar að leggja gildrur fyrir hornsíli og smádýr. „Við erum bæði að fylgjast með gróðurútbreiðslu og taka sýni af smádýralífi. Vonandi segir það okkur einhverja sögu um það sem er að gerast í Tjörninni,“ segir Haraldur. Hann býst við að niðurstöður liggi fyrir á næsta ári. Stakkaskipti hafa orðið hvað varðar gróðurfar á botni Tjarnarinnar síðustu ár. Fyrir áratug var hún nánast gróðurlaus en nú er Tjörnin „kafgróin“ að stærstum hluta.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir