Marta Nordal leikhússtjóri LA

Haraldur Jónasson/Hari

Marta Nordal leikhússtjóri LA

Kaupa Í körfu

Marta Nordal leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar „Heildarmarkmiðið mitt er að fá fólk í leikhús. Ég vil að öllum hér fyrir norðan finnist þeir eiga hlutdeild í þessu leikhúsi og vilji koma á sýningar. Ég vil reyndar að allir landsmenn finni sig knúna til að sækja sýningar LA, slíkt verði aðdráttaraflið,“ segir Marta Nordal, leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar (LA), sem um þessar mundir kynnir fyrsta leikárið eftir að hún tók við stjórnartaumum fyrr á árinu. „Ég hef, frá því ég tók við, lagt mig fram um að hlusta mig inn í samfélagið til að komast að því hvað talar til fólks. Mér finnst mikilvægt að leikhúsið eigi í virku samtali við samfélagið, en samtalið getur aðeins átt sér stað ef áhorfendur skila sér í leikhúsið. Sökum þess legg ég áherslu á að sýningar okkar höfði til breiðs hóps en eigi jafnframt skýrt erindi, séu innihaldsríkar og áhugaverðar. Samtímis hef ég mikinn áhuga á barnamenningu og íslenskri frumsköpun. Ég mun allan minn ráðningatíma leggja mikla áherslu á barnaverk.“ Krúnk, krúnk og dirrindí nefnist barnasýning eftir Daníel Þorsteinsson og Hjörleif Hjartarson í leikstjórn Agnesar Wild sem frumsýnd verður í Hamraborg í Hofi 16. september. „Hér er um að ræða samstarfsverkefni allra sviða Menningarfélags Akureyrar,“ segir Marta og tekur fram að í verkinu bjóði Sinfóníuhljómsveit Norðurlands ásamt kór, dönsurum og leikara upp á fuglakabarett. „Krummi er veislustjóri á skemmtistaðnum Fenjamýri og kynnir til leiks helstu farfugla, spéfugla og spáfugla og segir frá ferðalögum þeirra á sinn einstaka og gamansama hátt. Þetta er bæði fræðandi og fjörug sýning fyrir alla fjölskylduna,“ segir Marta, en með hlutverk krumma fer Jóhann Axel Ingólfsson.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar