Guðmundur Felix

Haraldur Jónasson/Hari

Guðmundur Felix

Kaupa Í körfu

Guðmundur Felix afhendir Reykjalundi endurhæfingartæki Við erum náttúrlega búin að vera að taka myndina upp síðan 2011 þannig að það væri í raun hægt að gera heila Game of Thrones-seríu úr þessu efni,“ segir Guðmundur Felix Grétarsson um heimildarmyndina Nýjar hendur – innan seilingar sem frumsýnd er í Bíó paradís seinnipartinn. Myndin fjallar um bið Guðmundar eftir handaágræðslu en hann missti báðar hendurnar í vinnuslysi árið 1998. Aðgerð af þeirri stærðargráðu sem Guðmundur bíður eftir hefur aldrei áður verið gerð. Hann hefur búið í borginni Lyon í Frakklandi síðan 2013 en þar á aðgerðin að fara fram. „Þeir hafa grætt hendur á fólk og eru búin að gera það í 20 ár, þá er hægt að sníða höndina á staðnum en þegar komið er út í svona heila arma þá má ekkert fara úrskeiðis og það hefur aldrei verið gert áður,“ segir Guðmundur. Mikill undirbúningur hefur því verið fyrir aðgerðina og hefur skriffinnska sett strik í reikninginn. „Við lentum í frönsku skrifræði sem er algjört brjálæði og það tók náttúrlega svolítið á. Alla vega þrisvar sinnum vorum við stopp út af einhverjum lagabreytingum. Við vorum í raun alltaf að eltast við nýjustu lagasetningarnar.“ Nú ætti þó allt skrifræði að vera afstaðið. „Nema þessum prinsum detti eitthvað annað í hug. Ég er búinn að vera á listanum frá 2016 og bíð því núna eftir gjafa,“ segir Guðmundur.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar