Hótel Exeter

Hótel Exeter

Kaupa Í körfu

Keahótelin hafa tekið nýtt hótel, Exeter Hótel, í notkun í Tryggvagötu í Reykjavík. Þar eru 106 herbergi. Hótelið verður formlega opnað í dag en tekið var á móti fyrstu gestum 30. júlí. Hótelið er í nokkrum nýbyggingum á reit sem afmarkast af Vesturgötu, Norðurstíg og Tryggvagötu. Milli þeirra er opinn bakgarður. Hótelið er nefnt eftir samnefndri verslun sem var á Tryggvagötu 12. Hefur verslunarhúsið verið endurbyggt í upprunalegri mynd. Exeter-húsið var hækkað um eina hæð og er veitingarekstur á jarðhæð. Verslunin var nefnd eftir hafnarborginni Exeter í Bretlandi. Hún var ein helsta verslun Reykjavíkur. Í Tryggvagötu 10 stóð nýklassískt, steinsteypt hús, Fiskhöllin, sem var líka endurbyggt. Bæði hús voru byggð í byrjun 20. aldar. Fiskhöllin var um árabil ein vinsælasta fiskbúð borgarinnar. Við endurbygginguna var turninn á vesturhluta hússins endurvakinn. Með því fær Norðurstígur nýjan svip.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar