Grensásvegur 16a
Kaupa Í körfu
Aðgerðir Reykjavíkurborgar og ný útlánastefna bankanna á þátt í að hætt hefur verið við hótelverkefni í miðborginni og nágrenni hennar. Engu að síður er fyrirhugað að taka vel á áttunda hundrað hótelherbergi í notkun í borginni á næsta ári. Við það bætast 54 nýjar hótelíbúðir. Meðal annars er áformað að taka 16 hótelíbúðir á Laugavegi 56 í notkun næsta sumar. Almenna leigufélagið keypti húsnæðið fyrr á þessu ári. Laugavegur 56 fylgdi með í kaupum á félaginu Reykjavík Apartments. Seljandi var Mannverk. Hjalti Gylfason, annar eigenda Mannverks, segir samninginn kveða á um að húseignin Laugavegur 56 verði afhent fullbúin. Framhúsið verður endurnýjað. Þar er nú veitingastaðurinn Lemon. Þá verður reist bakhús úr forsteyptum samlokueiningum. Sex íbúðir verða í framhúsinu en tíu í bakhúsinu. „Við hjá Mannverki höfum verið að byggja íbúðahótel síðustu ár. Þá á Vatnsstíg, Lindargötu og Barónsstíg. Í fyrravetur seldum við þennan rekstur til Almenna leigufélagsins. Hluti af sölunni var Laugavegur 56 fullbúinn. Með því fjölgar hótelíbúðum hjá Reykjavík Apartments úr 54 í 70,“ segir Hjalti.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir