Valhöll

Valhöll

Kaupa Í körfu

Hverfafélög Sjálfstæðisflokksins með opna málstofu í Valhöll um væntanlega innleiðingu þriðja orkumálapakka Evrópusambandsins inn í EES samninginn Við stöndum á ákveðnum tímamótum í samskiptum okkar við Evrópusambandið. Frá því að EESsamningurinn var gerður fyrir aldarfjórðungi hefur Evrópusambandið þróast á þann veg að það koma upp stöðug fleiri álitamál um hversu langt við getum gengið í þessu samstarfi án þess að við afsölum okkur sjálfstæði okkar í smápörtum hér og þar til Brussel.“ Þannig hófst ræða Styrmis Gunnarssonar, fyrrverandi ritstjóra Morgunblaðsins, á fjölmennum opnum fundi sem hverfafélög Sjálfstæðisflokksins í Smáíbúða-, Bústaða- og Fossvogshverfi og Hlíðaog Holtahverfi í Reykjavíkur boðuðu til í gærkvöld í aðalsal Valhallar, höfuðstöðva flokksins, um þriðja orkupakka Evrópusambandsins sem til stendur að leggja fyrir Alþingi til samþykktar, en Styrmir var frummælandi á fundinum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar