Myndlistasýning Hafnarborg

mbl/Arnþór Birkisson

Myndlistasýning Hafnarborg

Kaupa Í körfu

Myndlistasýning Hafnarborg „Þessi hópur hefur verið að fást við hið smæsta sem er um leið hið stærsta þannig að það kennir ýmissa grasa á sýningunni,“ segir Marta Sigríður Pétursdóttir, sýningarstjóri sýningarinnar Allra veðra von sem opnuð verður í Hafnarborg, menningar- og listamiðstöð Hafnarfjarðar, kl. 20 í kvöld. Sýningin er önnur af haustsýningum Hafnarborgar en hin sýningin, Allt eitthvað sögulegt, verður sömuleiðis opnuð kl. 20 í kvöld. Allt eitthvað sögulegt er sýning Báru Kristinsdóttur, ljósmyndara, sem hefur um nokkurra ára skeið myndað gamla nælonhúðunarverksmiðju sem lokaði nýverið, eiganda hennar og eina starfsmanninn sem eftir var. Báru tekst með undraverðum hætti að festa horfinn heim á filmu í sýningunni. Viðtal við Báru er væntanlegt í helgarblaðinu á morgun.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar