Læknaskop

Læknaskop

Kaupa Í körfu

Síðasti áfangi farandsýningarinnar Hláturgas var opnaður á Landspítala - háskólasjúkrahúsi sl. föstudag. Hefur sýningin þá verið hengd upp á tíu sjúkrahúsum víðs vegar um landið. Það er Íslenska menningarsamsteypan art.is sem setur sýninguna upp en hún er í boði lyfjafyrirtækisins Glaxo Wellcome á Íslandi. Hugmyndin er að lífga upp á yfirbragð sjúkrastofnana og gera þannig sjúklingum og aðstandendum dvölina þar bærilegri. Magnús Pétursson forstjóri Ríkisspítala opnaði sýninguna en að því loknu fór Flosi Ólafsson leikari með gamanmál. Að meðfylgjandi myndum að dæma hefur mál hans hitt í mark.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar