Davíð Oddsson

Davíð Oddsson

Kaupa Í körfu

í ræðustól í Norræna húsinu í gær HVAÐ er stjórnmálasaga", er yfirskrift erindis sem Davíð Oddsson forsætisráðherra hélt í gær í Norræna húsinu á hádegisfundi í fundaröð Sagnfræðingafélags Íslands um stjórnmálasögu. Í upphafi máls síns sagði Davíð að minni okkar flestra væri ósjálfrátt hallandi okkur til heilla. Þá sagði hann sögu af því að fyrir stuttu hafi hann átt spjall við góðan kunningja. Barst talið að löngu liðnum atburðum og fannst honum hann muna allvel rás viðburða og einkum það sem gerðist bak við tjöldin. Síðar sama dag hefði hann kannað hvað dagbók hans hafði að segja um þetta mál. "Sem betur fer hafði ég skráð daginn mjög vel þó margar staðreyndavillur kæmu í ljós. En sérstaklega tók ég eftir því að ég hafði gert minn hlut bæði veglegri og göfugri í samtalinu en efni stóðu til samkvæmt dagbókarfærslunni," sagði Davíð og bætti því við að nokkuð víst væri að hann hefði ekki hallað á sjálfan sig í dagbókinni. Hann sagðist hafa leiðrétt þetta við kunningja sinn og nefnt í leiðinni að samkvæmt dagbókarfærslunni hefði kunningjanum einnig tekist, væntanlega óafvitandi, að auka sinn hlut verulega. "Þrátt fyrir slíka annmarka eru beinir vitnisburðir afskaplega áríðandi fyrir sögulegar niðurstöður. Dagbækur eru samkvæmt þessu betri en síðari tíma frásagnir þótt þær kunni að vera litaðar af sjónarmiðum skrifarans," sagði Davíð. Hann nefndi ævisögur stjórnmálamanna og sagði að í þeim væri gjarnan mikill fengur. Slíkum bókum mætti hins vegar skipta í marga flokka og persónulega þætti honum þær sem stjórnmálamenn skrifa sjálfir betri en þær sem skrifaðar væru af öðrum og í nánu samstarfi við viðkomandi eða ættingja hans. "Slíkar bækur eru stundum samfellt mærðarmas í minningargreinastíl auk þess sem viðfangsefnið lætur skrifara sinn jafnvel koma höggi á andstæðinga sína eða félaga sem hann myndi ekki treysta sér til að gera í sögu í fyrstu persónu," sagði Davíð. Tengsl upplýsinga stjórnmálamanna og sagnfræðinga Þá vék hann að stjórnmálam

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar