Stabæk

Jim Smart

Stabæk

Kaupa Í körfu

Stabæk í óvissuferð á Íslandi LEIKMENN norska knattspyrnuliðsins Stabæk voru staddir hér á landi um helgina í óvissuferð sem landsliðsmaðurinn Pétur Marteinsson skipulagði. Aðeins hluti af leikmannahóp Stabæk var með í för eða um 12 leikmenn og létu þeir vel af ferðinni og þeim uppákomum sem þeir tóku þátt í. MYNDATEXTI: Leikmenn norska knattspyrnuliðsins Stabæk voru kátir með vel heppnaða óvissuferð liðsins til Íslands. Pétur Marteinsson landsliðsmaður hafði í nógu að snúast við undirbúning ferðarinnar og á laugardagskvöld var hópurinn staddur í salarkynnum Slökkviliðs Reykjavíkur við Tunguháls, þar sem þessi mynd var tekin.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar