Wow í þrot
Kaupa Í körfu
Wow farið í gjaldþrot. Myndir frá Keflavíkurflugvelli Búast má við því að störfum við flugrekstur og ferðaþjónustu hér á landi muni fækka um 2-3 þúsund í kjölfar gjaldþrots WOW air. Þar af eru um 900-1.000 starfsmenn flugfélagsins. Ekki hafa áður jafnmargir starfsmenn misst vinnu sína hér á landi á einum degi. Margra mánaða tilraunum stjórnenda WOW air til að bjarga rekstri fyrirtækisins, með því að fá nýja fjárfesta til liðs við það, lauk í fyrrinótt með því að síðasti frestur ALC, sem á sjö af þeim þotum sem WOW hafði enn til afnota, rann út og kyrrsetti fyrirtækið vélarnar í Bandaríkjunum og Kanada. Skúli Mogensen, samstarfsmenn hans og ráðgjafar gátu ekki greitt þær skuldir sem ALC krafðist og skilaði WOW air flugrekstrarleyfi sínu til Samgöngustofu í gærmorgun og gaf félagið upp til gjaldþrotaskipta hjá Héraðsdómi Reykjavíkur. Lögmennirnir Sveinn Andri Sveinsson og Þorsteinn Einarsson voru skipaðir skiptastjórar.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir