Wow í þrot

Haraldur Jónasson/Hari

Wow í þrot

Kaupa Í körfu

Wow farið í gjaldþrot. Myndir frá Keflavíkurflugvelli Búast má við því að störfum við flugrekstur og ferðaþjónustu hér á landi muni fækka um 2-3 þúsund í kjölfar gjaldþrots WOW air. Þar af eru um 900-1.000 starfsmenn flugfélagsins. Ekki hafa áður jafnmargir starfsmenn misst vinnu sína hér á landi á einum degi. Margra mánaða tilraunum stjórnenda WOW air til að bjarga rekstri fyrirtækisins, með því að fá nýja fjárfesta til liðs við það, lauk í fyrrinótt með því að síðasti frestur ALC, sem á sjö af þeim þotum sem WOW hafði enn til afnota, rann út og kyrrsetti fyrirtækið vélarnar í Bandaríkjunum og Kanada. Skúli Mogensen, samstarfsmenn hans og ráðgjafar gátu ekki greitt þær skuldir sem ALC krafðist og skilaði WOW air flugrekstrarleyfi sínu til Samgöngustofu í gærmorgun og gaf félagið upp til gjaldþrotaskipta hjá Héraðsdómi Reykjavíkur. Lögmennirnir Sveinn Andri Sveinsson og Þorsteinn Einarsson voru skipaðir skiptastjórar.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar