Hákon Ormsson

Rax/Ragnar Axelsson

Hákon Ormsson

Kaupa Í körfu

Hákon Ormsson bóndi á Skriðinsenni í Bitrufirði á Ströndum hugar að rekaviði í fjörunni rétt við bæ sinn. Hákon sagðist nýta viðinn í minna mæli nú en á árum áður þegar hann var m.a. notaður til upphitunar. Nú er viðurinn í fjörunni hjá Hákoni nær ein göngu nýttur til þess að girða af túnin á jörð Hákons sem var sjötugur fyrir skömmu. "Það hefur ekkert rekið í sumar og rekinn hefur mjög minnkað síðustu ár. Ég held að það sé Japananum að kenna. Hann er farinn að aðstoða Rússa í skógarhögginu með þeim afleiðingum að minna af við fer út á hafið norðan við Rússland en áður var," sagði Hákon.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar