SJómannablaðið 200 mílur

SJómannablaðið 200 mílur

Kaupa Í körfu

Sjávarútvegur leikur enn stórt og mikilvægt hlutverk í íslensku samfélagi. Það er ljóst þegar litið er til þess hversu mikið er lagt í hátíðarhöld vítt og breitt um landið eins og fjallað er um hér í blaðinu. Jafnvel þó atvinnulífið sé óneitanlega fjölbreyttara nú en á árum áður, þegar öllu máli skipti hvernig gekk að draga fisk úr sjó, er atvinnugreinin eftir sem sterkur burðarstólpi; skapar gríðarmiklar útflutningstekjur og veitir fjölda fólks störf, hvort sem er á sjó eða í landi. Sjómannadagurinn var fyrst haldinn á Ísafirði og í Reykjavík 6. júní árið 1938. Nú, rúmum 80 árum síðar er hann enn haldinn hátíðlegur en víða hafa hátíðarhöldin teygst yfir helgina og jafnvel aftur í vikuna á undan sjómannadeginum. Ef til vill hefur aldrei verið mikilvægara en nú að taka þátt í hátíðarhöldunum, fara með börnin niður á bryggju til að skoða báta og virða fyrir sér furðufiska og rækta þannig tenginguna við uppruna þeirra auðæfa sem landið býr nú að

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar