Arnar Snæberg Jónsson - Nasarus

Arnar Snæberg Jónsson - Nasarus

Kaupa Í körfu

Þegar listamaðurinn Nasarus kynntist nasaflautu árið 2016 umturnaðist líf hans. „Þá gaf stórvinkona mín hún Bergljót mér lítinn pakka og þar var flautan. Ég hafði nú aldrei séð svona verkfæri áður og fór bara með þetta heim og prófaði að blása í alla enda og svo loksins kom hljóð. Við höfum eiginlega bara verið eitt síðan, ég og þessi flauta.“ Nasarus opnaði nýverið stórskemmtilega fésbókarsíðu þar sem hann tjáir sig um einkalífið og tengsl sín við flautuna. Þar mun hann birta sitt fyrsta frumsamda lag á alþjóðlegum degi nasaflautunnar fjórtánda júní. „Eins og Bubbi sagði, þetta verður algjör bomba og nýmæli í tónlistarlífi Íslendinga. Ég held að þarna verði hreinlega lagður grunnur að nýrri tónlistarstefnu,“ segir Nasarus glaðbeittur en hingað til hefur hann aðallega spilað lagið „Komdu kisa mín“.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar