Flóni - Rappari - Tónlistarmaður - Bls 2

Flóni - Rappari - Tónlistarmaður - Bls 2

Kaupa Í körfu

Hvernig liggur á þér í dag? Það liggur ágætlega á mér; ég var að vakna núna upp úr hádegi. Ég var í stúdíóinu í nótt og kom seint heim þannig að maður fær að sofa út. Hvað ertu að gera í stúdíóinu? Vinna að músík, fyrir mig og aðra. Tónlistin mín er R&B hipphopp. Þetta er full vinna og hefur verið það í tvö ár. Maður giggar og semur; það er hægt að láta það ganga upp. Hvernig leggst Secret Solstice í þig? Ég hef spilað þar tvisvar áður. Það leggst vel í mig. Ég hef alltaf elskað Secret Solstice og hún hefur verið uppáhaldsútihátíðin mín, burtséð frá allri pólitík í kringum hana. Þetta er ein skemmtilegasta tónlistarhátíðin og gaman að vera úti í sólinni. Hverju mega áhorfendur búast við? Ertu með eitthvað nýtt? Kannski, ég er kannski með eitthvað nýtt. Ég ætla að taka sama „sjó“ og ég tók á útgáfutónleikum mínum. Fólk má búast við einhverju skemmtilegu og orkumiklu „sjói“ eins og ég hef alltaf gefið. Syngja, hoppa og hafa gaman. Er mikið að gera í sumar? Já, það er það, ég er nýlega kominn heim en ég var úti að spila fyrir útskriftarkrakka á Krít og svo í Króatíu. Svo mun ég spila á Þjóðhátíð sem verður rosalega gaman. Þetta er í fyrsta sinn sem ég verð á stóra sviðinu þar. Það er ekki hægt að hafa fleiri Íslendinga saman í brekku en þarna. Svo ætla ég bara að sofa út, njóta lífsins og hafa það kósí. Ég næ svo sjaldan að gefa sjálfum mér tíma.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar