AMIS

Haraldur Jónasson/Hari

AMIS

Kaupa Í körfu

David Livingston kemur frá Atlantic Council sem er bandarísk hugveita með áherslu á samskipti ríkja beggja vegna Atlantshafs. David sinnir þar einkum orku- og viðskiptamálum, en hefur auk þess tekið beinan þátt í kosningastarfi þar í landi. Það er mikið um að vera í bandarískum stjórnmálum þessa dagana og David mun gefa félagsmönnum AMIS innsýn inn í það og hvers ber að vænta í komandi forsetakosningum í Bandaríkjunum. Albert Jónsson er stjórnmálafræðingur og fv. sendiherra Íslands í Bandaríkjunum. Hann mun fjalla um stöðuna í bandarískum stjórnmálum, mögulegar breytingar sem fyrirsjáanlegar eru og rýna í stöðuna út frá sjónarhorni Íslands og íslenskra hagsmuna. Fundurinn er haldinn Húsi Atvinnulífsins, jarðhæð 9. október og hefst kl. 12:00. Fundarstjóri: Ragnheiður Elín Árnadóttir, fv. ráðherra og stjórnarmaður í AMÍS

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar