Fjármál sveitarfélaga

Þorkell Þorkelsson

Fjármál sveitarfélaga

Kaupa Í körfu

Jón Kristjánsson formaður nefndar um tekjustofna sveitarfélaga, Geir H. Haarde fjármálaráðherra og Páll Pétursson félagsmálaráðherra. Standandi eru Unnar Stefánsson starfsmaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson formaður sambandsins. PÁLL Pétursson félagsmálaráðherra greindi frá því í gær, á ráðstefnu Sambands íslenskra sveitarfélaga um fjármál sveitarfélaga, að hann hygðist á næstu dögum leggja fram frumvarp sem byggist á niðurstöðum nefndar um tekjustofna sveitarfélaga. Hann sagði að í frumvarpinu fælist meðal annars að hámarksheimild sveitarfélaga til útsvarsálagningar yrði hækkuð í tveimur áföngum, alls um 0,99% og að tekjuskattsprósenta ríkisins myndi lækka um 0,33%. Lagt er til að frá 1. janúar 2001 hækki hámarksheimild til útsvarsálagningar um 0,66% og verði þá 12,70% í stað 12,04% og að frá 1. janúar 2002 hækki hún um 0,33% og verði þá 13,03% í stað 12,70%. Lagt er til að 0,33% lækkun tekjuskattsprósentunnar komi öll til framkvæmdar 1. janúar 2001, um 0,33%. Álagningarstofn fasteignaskatts verði fasteignamat Páll sagði að í frumvarpinu fælist einnig að álagningarstofn fasteignaskatts verði fasteignamat. "Breytingin hefur í för með sér verulega lækkaðar álögur fyrir einstaklinga og fyrirtæki utan höfuðborgarsvæðisins, en með þessari breytingu er skatturinn lagður á raunverulegt verðmæti fasteigna," sagði Páll. Einnig sagði hann að ríkið legði 700 milljónir á fjáraukalögum þessa árs og 700 milljónir á fjáraukalögum næsta árs í fólksfækkunar- og þjónustuframlög. Þannig færu samtals um 3,7 milljarðar króna beint úr ríkissjóði til sveitarfélaganna, það er að segja 1250 milljónir vegna tekjuskatts, 1100 milljónir til að leiðrétta fasteignaskatt og 1400 milljónir vegna fólksfækkunar- og þjónustuframlaga, auk þess sem hærri álagningarheimild myndi færa þeim um 2500 milljónir í tveimur áföngum. "Rétt er að undirstrika að verkefni [tekjustofna]nefndarinnar var að tryggja að tekjustofnar sveitarfélaga væru í s

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar