Rósa Þorsteinsdóttir, Vaskur og Eva María Jónsdóttir

Rósa Þorsteinsdóttir, Vaskur og Eva María Jónsdóttir

Kaupa Í körfu

Rósa Þorsteinsdóttir, Vaskur og Eva María Jónsdóttir Eva María og Rósa draga fram sögur og kvæði úr gamalli þjóðtrú í nýrri bók, Skuggahliðin jólanna, þar sem vættir fara á stjá og oft með illt í huga Fólk bjó við þá ógn í mesta myrkrinu um jólin „Ég var mjög hrædd við Grýlu og fékk nokkrar martraðir um að hún væri komin til að sækja mig. Hún var hræðilega útlítandi í þeim draumum, það vantaði neðan á hana frá hnjám af því að hún hafði gengið svo mikið. Hún kom í drauma mína með þessa fótastubba sína og reyndi að sparka í gluggana til að ná í mig. Þetta voru rosalegar martraðir, ég man vel skelfinguna, lömun í fletinu,“ segir Eva María Jónsdóttir, en hún og Rósa Þorsteinsdóttir sendu nýlega frá sér bókina Skuggahliðin jólanna, sem geymir gömul kvæði og sögur af vættum þeim sem fara á stjá þegar myrkrið er mest á jólum, tröll, huldufólk, draugar, jólaköttur og fleiri forynjur sem löngum hafa vakið ótta hjá börnum. Eva og Rósa völdu efnið úr upptökum sem hljóðritaðar voru eftir nafngreindu fólki á liðinni öld og Óskar Jónasson sá um að myndskreyta bókina

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar