Bögglasendingar hjá Póstinum

Rósa Braga

Bögglasendingar hjá Póstinum

Kaupa Í körfu

Tollstjóri hefur sent frá sér tilkynningu þar sem hann bendir á að fari verðmæti jólagjafar erlendis frá yfir 13.500 kr. þurfi að greiða aðflutningsgjöld af þeirri upphæð sem er umfram viðmiðunartöluna. Í fyrra bárust rúmlega 21 þúsund bögglasendingar með pósti til landsins síðustu fjórar vikurnar fyrir jól. Gunnar Sæmundsson aðstoðaryfirtollvörður segir að þetta sé um 20% allra bögglasendinga á ári og álagið því mikið á stuttum tíma. Hann segir að margir átti sig ekki á því að fari verðmætið yfir fyrrnefnda upphæð þurfi viðtakandi að greiða aðflutningsgjöld af upphæðinni að frádregnum 13.500 kr.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar