Hæstiréttur

Sverrir Vilhelmsson

Hæstiréttur

Kaupa Í körfu

HÆSTIRÉTTUR dæmdi í gær 33 ára konu, Elísabetu Arnardóttur, í fimm ára fangelsi fyrir aðild hennar að innflutningi á tæplega tveimur kílóum af kókaíni í ágúst á síðasta ári. Áður hafði Héraðsdómur Reykjavíkur dæmt konuna í fjögurra ára fangelsi. Jafnframt hlutu þrír samverkamenn konunnar tveggja og þriggja ára fangelsisdóma. Ljóst þótti að þáttur Elísabetar í málinu hefði verið veigamestur en að frumkvæði hennar voru fundnir samverkamenn auk þess sem hún hafði milligöngu um að koma upplýsingum áleiðis til samverkamanna um afhendingu efnanna. MYNDATEXTI: Dómur féll í Hæstarétti.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar