Þorrablót í Aratungu í Biskupstungum

Kristín Heiða

Þorrablót í Aratungu í Biskupstungum

Kaupa Í körfu

Íbúar í Biskupstungum og þeirra gestir fögnuðu komu þorra á bóndadaginn, s.l. föstudag á árlegu þorrablóti í Aratungu. Stemningin var einstaklega góð, gleðin við völd og dansað fram á nótt. Enn er haldið þeim sið í Biskupstungum að hver fjölskylda mætir til borðhalds með sinn þorramat í eigin trogi. Unga fólkið slær ekki slöku við þegar kemur að því að gera þorramatnum skil, hér má sjá Kristinn Ingvarsson hvetja sína kærustu, Kristínu Ölfu Arnórsdóttur til að bragða á kæstum hákarli. Þau voru meðal þeirra átta gesta sem ungbændurnir í Austurhlíð, Kristín Sigríður Magnúsdóttir og Trausti Hjálmarsson mættu með til hátíðarinnar.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar