Esjan - Kollafjörður - Mosfellsbær

Sigurður Bogi Sævarsson

Esjan - Kollafjörður - Mosfellsbær

Kaupa Í körfu

Esjan á sér margar birt- ingarmyndir. Á góðum sum- ardegi er auð- velt að ganga þarna upp og á flestra færi. Yfir vetr- artímann, þegar allra veðra er von, og hjarn og jafnvel hálka í klettum á fólk hins vegar alls ekki að fara þarna upp,“ segir Páll Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Ferðafélags Ís- lands. Frá bílastæðunum við Mógilsá í Kollafjarðarbotni og upp á Þverfellshorn, sem er í 780 metra hæð, er eins og hálfs til tveggja klukkustunda gangur. Margir láta sér þó duga að fara milliveginn ef svo má segja. Ganga upp að svonefndum Steini sem er ágætur áfangi, en þegar þangað er komið er leiðin hálfnuð og engin frágangssök að snúa þar við. Síðasta vetur þurftu björg- unarsveitir nokkrum sinnum að aðstoða göngufólk sem lent hafði í ógöngum í fjallinu. „Auðvitað gilda bara þessi sí- gildu atriði; það er að fólk noti góðan öryggisbúnað, fylgist með veðurspám og tefli ekki á tvær hættur. Og þessu verður fólk einfaldlega að fylgjast með sjálft, því fæstir Esjufarar eru í skipulögðum hópferðum með leiðsögumönnum. Stærsti hlut- inn er fólk sem er á eigin veg- um,“ segir Páll og minnir þar á að í nágrenni borgarinnar séu mörg áhugaverð fjöll sem gam- an geti verið að ganga á ef að- stæður leyfa ekki annað og nefnir Páll í þessu sambandi meðal annars Úlfarsfell og Helgafell og Grímarsfell í Mos- fellsdal. Segja má að Ferðafélag Ís- lands hafi að nokkru leyti tekið Esjuna í fóstur. Það hefur einu sinni á ári haldið sérstakan Esjudag, verið með skipulagðar ferðir þangað upp til dæmis yfir sumarið.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar