Hrafnreyður KO 100

Sigurður Ægisson

Hrafnreyður KO 100

Kaupa Í körfu

Hrafnreyður KO 100 var að koma inn til Siglufjarðar í gærkvöldi, um miðnættið, og hafði þá skotið eina hrefnu. Ís var tekinn og svo siglt út á miðjan fjörð, og dýrið sennilega skorið þar, þótt ég viti það ekki fyrir víst. Þar var skipið alla vega frameftir nóttu. Það væri áhugavert að vita hversu margir hrefnubátar eru að veiðum og hvers vegna Hrafnreyður er út af Siglufirði að eltast við hrefnuna, hvort minnkun veiðisvæðisins á Faxaflóa hafi breytt einhverju þar um. Og hvernig er með aflabrögð og kvóta og söluhorfur?

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar