Hrísey á Eyjafirði og fjallgarður í baksýn

Hrísey á Eyjafirði og fjallgarður í baksýn

Kaupa Í körfu

EINS og stórskip dormar Hrísey á miðjum Eyjafirðinum, önnur stærsta eyjan við landið. Dökkgulir litlir haustsins hafa nú lagt möttul sinn yfir eyna sem er öll vel gróin og víða kjarri vaxin. Víða hefur snjóað á hálendinu síðustu daga og sömuleiðis í fjöll á Tröllaskaganum. Í Ólafsfjarðarmúla og Hvanndalabjörgum er snjórinn raunar kominn niður fyrir miðjar hlíðar. Í kælunni verður loftið hreint og tært en allt gerir þetta haustið að heillandi tíma. Sama gildir raunar einnig um vetur, vor og sumar, hverja árstíðina á sinn hátt.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar