Jón Viðar og leikarar og leikstjóri Fjalla-Eyvindar

Þorkell Þorkelsson

Jón Viðar og leikarar og leikstjóri Fjalla-Eyvindar

Kaupa Í körfu

Fjalla-Eyvindur heim úr útlegð Jón Viðar Jónsson verður með kynningar á verkum Jóhanns Sigurjónssonar í Listaklúbbi Þjóðleikhússins næstu tvö mánudagskvöld. Hann ræðir hér við Súsönnu Svavarsdóttur um kynningarnar. TVÆR dagskrár helgaðar verkum Jóhanns Sigurjónssonar verða í Listaklúbbi Leikhúskjallarans mánudagskvöldin 27. nóvember og 4. desember. Dagskrárnar eru í tilefni af fimmtíu ára afmæli Þjóðleikhússins og hefjast klukkan 20.30 bæði kvöldin. Umsjónarmaður er Jón Viðar Jónsson og leikstjórn er í höndum Ingu Bjarnason. MYNDATEXTI: Dr. Jón Viðar Jónsson ásamt Ingu Bjarnason, leikstjóra, og leikurunum Sigurði Skúlasyni, Gunnari Gunnsteinssyni, Hinriki Ólafssyni, Sveini Þ. Geirssyni, Guðrúnu Stephensen og Vigdísi Gunnarsdóttur. Á myndina vantar Erlu Ruth Harðardóttur og Sigurð Karlsson.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar