Morgunumferð í Reykjavík - Ártúnsbrekka

Morgunumferð í Reykjavík - Ártúnsbrekka

Kaupa Í körfu

Bílaumferðin í borginni fer vaxandi þessa síðsumardaga þegar skólarnir eru komnir í gang og flestir hafa snúið aftur til vinnu eftir sumarleyfi. Langar bílaraðir myndast á morgnana á helstu stofnbrautum með tilheyrandi umferðarteppum á fjölförnustu leiðum. Álagið á götur höfuðborgarsvæðisins á háannatímum hefur aukist til muna og fólk þarf að leggja snemma af stað til að mæta tímanlega í vinnu og skóla. Vegagerðin spáir því að umferðin á höfuðborgarsvæðinu muni aukast um 3% það sem eftir er af árinu miðað við sama tíma í fyrra. Kristinn Magnússon, ljósmyndari Morgunblaðsins, myndaði morguntraffíkina við Fossvog og Ártúnsbrekku á níunda tímanum í gærmorgun.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar