Verksmiðan á Hjalteyri

Einar Falur Ingólfsson

Verksmiðan á Hjalteyri

Kaupa Í körfu

Hverskyns menningarhátíðum á landsbyggðinni, sýningum af ýmsu tagi og tónleikum, virðist fjölga í réttu hlutfalli við fjölda erlendra ferðamanna. Metnaðarfullir og framsæknir listamenn í hinum ýmsu greinum setja upp sýningar og eru með allrahanda metnaðarfullar menningaruppákomur víða út um landið, í samstarfi við áhugafólk, fyrirtæki og sveitarfélög, og þá ekki síst á sumrin. Þetta er ánægjuleg þróun sem hlýtur að styrkja menningarlífið á landsbyggðinni stórlega, færir ferska strauma inn í héruð og bæi, og boðið er upp á fjöl- þætta og forvitnilega upplifun fyrir ferðafólk sem heimamenn. Við blaðamenn sem fjöllum um menningarmál finnum áþreifanlega fyrir þessari þróun. Í bland við eldri hátíðir spretta upp nýjar sem rétt og skylt er að kynna; allar vikur og helgar sumarsins er það eitthvað: Sumartónleikar í Skálholti, Reykholtshátíð, Act alone á Suðureyri, Berjadagar í Ólafsfirði, Þjóð- lagahátíð á Siglufirði, Englar og menn í Strandarkirkju, djasshátíð í Skógum, Sumartónleikar við Mý- vatn, Skjaldborgarhátíðin á Patreksfirði, Turtle Film Festival á Hólmavík – svo einhverjar þessara hátíða og menningarveislna séu nefndar.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar