Katrín RE 375

Þorkell Þorkelsson

Katrín RE 375

Kaupa Í körfu

Katrín RE sjósett KATRÍN RE var sjósett í Reykjavík fyrir helgi og fer til veiða á næstunni en Rafn Guðlaugsson er eigandi skipsins, sem Samtak ehf. í Hafnarfirði smíðaði. Katrín RE er af tegundinni Víkingur 1340-F, sem Haukur Sveinbjarnarson, eigandi Samtaks, segir að sé stærsti fjöldaframleiddi fiskibáturinn úr trefjaplasti á Íslandi, en þetta er rúmlega 23 tonna bátur, útfærður til netaveiða fyrir þrjá skipverja. MYNDATEXTI: Snorri Hauksson, Haukur Sveinbjarnarson og Rafn Guðlaugsson við nýja bátinn er hann var sjósettur í Reykjavíkurhöfn.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar